Ertu að leita að nýju verkefni fyrir heimspekihópana þína eða viltu prófa eitthvað nýtt í lífsleikni?
Neðst í Fréttabréfinu eru ábendingar um skemmtileg verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins

Fréttabréf heimspekikennara nr. 21, september 2019

✦ ✦ ✦
Frá Félagi heimspekikennara

Félag heimspekikennara auglýsir námskeið helgina 13.–15. september 2019

Leiðbeinendur:
Guro Hansen Helskog
Michael Noah Weiss

Í þriggja daga vinnustofu munu Guro og Michael leiða samræður um heimspekilegar spurningar sem snerta okkur persónulega. Þau munu kynna mismunandi aðferðir til að nálgast viðfangsefnin.

Námskeiðið nýtist kennurum sem vilja innleiða samræðu í kennslustofunni. Samræða eflir sjálfstraust, æfir tjáningu og stuðlar að lýðræðislegum skóla.

Aðferðirnar sem kynntar eru í vinnustofunni nýtast þó alls staðar þar sem hópar koma saman, hvort sem það er í fjölskyldu, atvinnulífi eða félagasamtökum.

 

Vel heppnað námskeið um hvernig nota megi aðferðir heimspekinnar við íslensku- og samfélagsfræðikennslu

Góð mæting var á námskeiði Jóhanns 
Björnssonar, 20. ágúst 2019, sem Félag heimspekikennara stóð fyrir, um heimspekilegar kennsluaðferðir í samfélagsfræði og íslensku.

Margir lýstu yfir ánægju sinni, sem er mikil hvatning Félag heimspekikennara að halda áfram að bjóða kennurum ýmissa greina upp á fræðslu um heimspekilegar aðferðir í skólastofunni.

Á Facebook síðu Sísifos heimspekismiðju má sjá fleiri myndir frá námskeiðinu.

Þar er meðal annars að finna eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni um téðar myndir, sem ritstjórn Fréttabréfs heimspekikennara, finnst vel við hæfi að vekja athygli á: „Ef grant er skoðað má sjá á töflunni tilvitnun í John Dewey sem ég held mikið upp á: "Kennslustundin ætti að hrista upp í huganum, koma honum á hreyfingu, ef svo mætti segja, vekja nokkra spennu og eftirvæntingu."“


Kallað eftir efni
Okkur, í ritstjórn Fréttabréfs heimspekikennara, langar að heyra hvað félagsmenn okkar eru að fást við. Sendið okkur örstutta línu á netfangið 
heimspekikennarar@gmail.com, þar sem þið greinið frá ykkar starfi. Eins, megið þið segja frá áhugaverðum póstlistum, greinum og/eða kennsluefni sem þið kunnið að hafa rekist á.

Hlökkum til að heyra frá okkur og vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum.

Hér má skoða eldri tölublöð fréttabréfsins.

Hugmyndabankar fyrir heimspekilega þenkjandi kennara

Kennnarar sem vilja efla pælingar og umræðu í skólastofunni geta fundið hugmyndir á hinu fræga interneti. Hér eru tveir hugmyndabankar sem óhætt er að mæla með.

Jason Buckley er Englendingur sístarfandi við að breiða út heimspeki og heimspekilega nálgun yfirleitt í skólum. Hann kennir, heldur námskeið og býr til námsefni. Vorið 2017 hélt hann námskeið hér á Íslandi. Hann heldur úti heimasíðunni thephilosophyman.com þar sem hægt er að nálgast sumt af efninu hans. Þar er líka hægt að skrá sig á póstlista og þá sendir hann manni reglulega nýjar hugmyndir fyrir kennslu.

Oscar Brennifier er Frakki sem margir kannast við því hann hefur nokkrum sinnum haldið námskeið hér á Íslandi. Af heimasíðunni hans er hægt að hlaða niður nokkrum bókum á ensku handa öllum skólastigum. Til dæmis má mæla með Notebook of philosophical exercises. Hér er slóðin: http://www.pratiques-philosophiques.fr/en/free-books/

 

✦ ✦ ✦
Úr Verkefnabanka Heimspekitorgsins


Grunnuppskrift að heimspekilegri samræðu

Heimspekilega samræðu má skipuleggja á margvíslegan hátt en á þessu verkefnablaði er gefin lýsing á ferli sem gott er að byrja á og leggja til grundvallar í samræðuþjálfun nemenda. Þetta ferli má laga að margvíslegum viðfangsefnum og það getur tekið stuttan eða langan tíma í framkvæmd eftir því hvort annars konar verkefnum er fléttað inn í samræðuhlutann. Lesa meira ›

Að velja spurningu til samræðu

Þegar hópur er kominn með langan lista af spurningum upp á töflu getur verið flókið að ákveða hvar eigi að hefjast handa til að koma hópnum af stað í samræðu.  Það getur verið fljótlegt og gott að láta nemendur kjósa hvaða spurningu á að byrja á að ræða. Nemendur kunna yfirleitt að meta þessa aðferð, þeim finnst hún sanngjörn og sætta sig við að úrslit kosninga í hópnum séu bindandi fyrir allan hópinn. Lesa meira ›

Að ljúka samræðu

Í hita leiksins er hætt á kennarinn gleymi  sér í samræðunni með nemendum. En það er mikilvægt að passa upp á að hjálpa þeim að loka samræðunni, draga hana saman eða meta niðurstöður hennar á einhvern hátt áður en næsta verkefni tekur við – hvort sem það eru frímínútur eða næsta heimspekilega spurning. Hér koma nokkrar uppskriftir að því hvernig hægt er að ljúka samræðu. Lesa meira ›

 

facebookhomepage

Afskráning af póstlista | 
Vefútgáfa fréttabréfsins

Já takk, skrá mig á póstlista fréttabréfsins! ☺

Merki Félags heimspekikennara: Ingimar Waage
Mynd í haus: Kristian Guttesen

Sent with Get a Newsletter